Monkeys er staðsettur við Klapparstíg 28-30 í Hjartagarðinum. Gengið er inn í hlýlegt, litríkt og spennandi umhverfi þar sem gestir geta notið framandi matar.

Staðurinn er smáréttastaður með mikið úrval framandi rétta sem eru undir áhrifum frá Perú og Japan. Mikil áhersla er á gott úrval léttvína í glasatali og þá sér í lagi freyðandi vín frá öllum heimshornum ásamt frábærum kokteilum.

Nikkei matreiðsla er heiti á matargerðinni sem ræður ríkjum á staðnum. Hún á uppruna sinn að rekja til seinni hluta 19. aldar þegar japanskir innflytjendur hófu að setjast að í Perú í töluverðum mæli. Þar blönduðust aldagamlar matreiðsluaðferðir frá Japan saman við fjölbreytta matarkistu Perú. Nikkei matreiðsla sameinar það besta úr hvorri matargerð s.s. virðingu fyrir hráefninu og samsetningu framandi bragðtegunda. Þannig voru japanskir réttir tengdir bragði og eldunaraðferðum frumbyggja í Perú á aðdáunarverðan hátt. Þessi blanda felur í sér það besta úr glæsilegri og fíngerðri  matarmenningu Japana ásamt afburða fersku hráefni blandað kryddtöfrum frá Perú.

Um veitingastaðinn

Við leikum okkur með svokallaða Nikkei matreiðslu, þar sem japanskar martreiðsluhefðir blandast við perúískar og úr verður mikið úrval spennandi smárétta sem vekja forvitni og kitla bragðlaukana.

Staðnum stýra þeir Gunnar Rafn Heiðarsson veitingastjóri ásamt Sigurði Borgari Ólafssyni.

Eldhúsinu stýrir Snorri Sigfússon yfirmatreiðslumeistari ásamt Andreas P. Williams Gunnarssyni og Ólafi Ágúst Petersen.

Allir eftirréttir eru gerðir af Ólöfu Ólafsdóttur Konditor.

Kokteilbarnum er stýrt af Jakobi Alf Arnarsyni yfirkokteilbarþjóni ásamt Martin Starha og Baldvini Mattes.

Öll hafa þau áratuga reynslu í því að skapa framúrskarandi upplifun gesta sinna.

Verið velkomin á Monkeys